-5 C
Selfoss
Home Fréttir Lopapeysur í sauðalitunum með íslensku munstri vinsælastar

Lopapeysur í sauðalitunum með íslensku munstri vinsælastar

0
Lopapeysur í sauðalitunum með íslensku munstri vinsælastar
Vilborg Másdóttir hjá Gallerí Gimli á Stokkseyri.

Vilborg Másdóttir hjá Gallerí Gimli á Stokkseyri tekur á móti fjölda fólks á hverjum degi. Fólki sem er að leita að íslenskum ullarvörum. Það eru sjö prjónakonur úr Árborg sem halda úti galleríinu og prjóna allt sem þar er inni. Sumarið hefur verið ákaflega gott þrátt fyrir rigninguna, sem maður hefði kannski haldið að truflaði, segir Vilborg. Aðal söluvara gallerísins eru lopapeysurnar. „Allt fer auðvitað, en peysurnar eru vinsælastar. Helst þessar í sauðalitunum og með íslenska munstrinu. Það er það sem flestir sem hingað koma eru að leita eftir“.