1.1 C
Selfoss

Hjartastuðtæki til minningar um Kristinn Gunnarsson í Nesi

Vinsælast

Ingibjörg Gunnarsdóttir og Guðni G Kristinsson gáfu á dögunum hjartastuðtæki til minningar um Kristinn Gunnarsson í Nesi. Hjartastuðtækið verður staðsett í þjónustumiðstöð Rangárþings vestra að Eyjasandi.

Sjálfvirk hjartastuðtæki eru einföld í notkun og geta bjargað mannslífum. Tækið leiðbeinir notanda um hvernig skal nota það. Þá getur tækið greint sjálkrafa ýmsar tegundir hjartavandamála og brugðist við þeim með viðeigandi hætti. Öllum er heimilt að nota slíkan búnað og þurfa ekki sérstök réttindi. Endurlífgunarráð mælir þó með að fólk fari á námskeið í notkun tækisins og í almennri skyndihjálp. Við tilefnið kom Erla Sigríður Sigurðardóttir, sjúkraflutningamaður, og hélt örnámskeið í því hvernig skuli framkvæma hjartahnoð og hvernig beita á tækinu.

Á myndinni eru starfsmenn þjónustumiðstöðvarinnar, skrifstofunnar og Erla Sigríður. Fremst á myndinni eru Ingibjörg og Guðni.

Nýjar fréttir