6.1 C
Selfoss

Mikið um að vera í Vallaskóla

Vinsælast

Til þess að bregðast við fjölgun nemenda í Vallaskóla var ákveðið að byggja yfir svokallaða útigarða og fjölga kennslurýmum með því. Þá verða settar upp þrjár einingar fyrir utan skólann til viðbótar. Þegar blaðamaður kom við í Vallaskóla var mikið um að vera enda þarf margt að klára áður en skólastarf hefst í haust. Verið var að steypa undirstöður fyrir nýjar kennslustofur sem koma fyrir utan skólann vestan megin. Þá var verið að ganga frá svokölluðum útigörðum því fljótlega verður sett glerþak yfir rýmið. Uppi á þaki húsnæðisins er búið að byggja til viðbótar tvö rými sem verða fyrir loftræstikerfi. Það er Blásteinn byggingarfélag sem stendur fyrir verkinu með þá Ólaf Hafstein og Jón Ólaf í forsvari.

Nýjar fréttir