3.4 C
Selfoss

Blaðamenn framtíðarinnar undirbúa Grænjaxlinn

Vinsælast

Vinnuskóli Árborgar hefur boðið unglingum að taka þátt í að útbúa blað Vinnuskólans, Grænjaxlinn. Mikill handagangur var í öskjunni við efnisöflun og umbrot þegar blaðamann Dagskrárinnar bar að garði. Verkefnið er sett upp þannig að hópurinn skilar af sér fullbúnu blaði til prentunar.

Í upphafi verkefnisins halda krakkarnir hugarflugs fund þar sem hugmyndum er komið á framfæri varðandi efnistök, útlit, greinar og allt sem þarf að huga að í sambandi við blaðið. Markmiðið er að krakkarnir geri allt sjálf en fá góða aðstoð hjá flokkstjórum ef á þarf að halda. Meðal þess sem verið er að gera þessa stundina er að skoða efni um sérstæð sakamál sem hugsanlega verður að grein í blaðinu. Ásamt því að skrifa blaðið heldur hópurinn úti heimasíðu og Instagramreikningi verkefnisins og birta fréttir líðandi stundar.

Random Image

Nýjar fréttir