2.8 C
Selfoss

Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá fyrir krakka í Árborg

Vinsælast

Íþrótta- og útivistarklúbburinn á Selfossi hefur verið með skemmtilega og fjölbreytta dagskrá í sumar. Krakkarnir hafa sem dæmi kíkt í sund í hverri viku, mikið verið úti og farið í leiki. Í klúbbnum er gæsla í Vallaskóla áður en farið er út þar sem er litað, perlað, spilað og leikið sér þar til dagskráin hefst. Hjóladagur er einu sinni í viku þar sem til dæmis er hjólað í Hellisskóg eða á lögreglustöðina.

Klúbburinn er með fimm tveggja vikna námskeið þetta sumarið. Nú er þriðja námskeiðið í gangi en það setendur til 20. júlí. Fjórða námskeiðið hefst svo 23. júlí og lýkur 3. ágúst og þá er fimmta námskeiðið enn eftir sem er frá 7. til 17. ágúst . Síðasta föstudag á hverju námskeiði er farið í lokaferð. Þá hefur t.d. verið kíkt í Dýragarðinn í Slakka og farið í sund á Borg. Lokaferðirnar eru samt breytilegar eftir námskeiðum. Íþrótta- og útivistarklúbburinn er opinn fyrir alla krakka. Allar skráningar fara fram í gegnum Nóra á slóðinni selfoss.felog.is.

Nýjar fréttir