5.6 C
Selfoss

Skoðunarstöðin fer um landið

Vinsælast

Aðalskoðun tók á dögunum í notkun nýja og færanlega skoðunarstöð. Af því tilefni var viðskiptavinum boðið í höfuðstöðvar fyrirtækisins í Hafnarfirði þar sem nýja stöðin var til sýnis. Markmiðið með færanlegu skoðunarstöðinni er að Aðalskoðun getur nú þjónustað viðskiptavini enn betur og á mun stærra svæði en áður.

„Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum. Það er greinilegt að fyrirtæki sjá tækifæri til hagræðingar með þessari þjónustu og við erum stolt og ánægð að geta veitt slíka þjónustu,“ segir Ómar Pálmason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar. Færanlega skoðunarstöðin er fest ofan á Mercedes-Benz flutningabíl og fullbúin tækjum sem þarf til að skoða fólksbíla. Aðalskoðun mætir á svæðið og framkvæmir skoðun á bílum starfsmanna og bílaflota fyrirtækisins á staðnum.

„Við verðum á ferðinni í sumar og á heimasíðunni okkar, adalskodun.is, er hægt að fylgjast með staðsetningu stöðvarinnar hverju sinni. Í vikunni 25.–29. júní verður stöðin staðsett á Selfossi, við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Við skoðum alla hefðbundna fólksbíla og jepplinga sem eru allt að 3,5 tonn að þyngd og veitum viðskiptavinum 20% afslátt, sem gerir skoðunina í færanlegu stöðinni þá ódýrustu, en jafnfram þá hentugustu á landinu,“ bætir Ómar við.

Nýjar fréttir