8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Lögregla lagði hald á kríuegg við Óseyrarbrú

Lögregla lagði hald á kríuegg við Óseyrarbrú

0
Lögregla lagði hald á kríuegg við Óseyrarbrú

Seinni part laugardags hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af konu sem týndi kríuegg í kríuvarpi við Óseyrarbrú en hún reyndist hafa týnt um 200 egg. Kvaðst hún hafa gert það árum saman á þessum stað. Eggin voru haldlögð og málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni. Ákvæði laga um vernd, friðun og veiðar heimila eggjatöku í kríuvarpi fram til 15. júní en skoða þarf hvort eggjatýnslan hafi farið fram innan fuglafriðlands.

Unglingsstúlka fór af heimili sínu á Suðurlandi í liðinni viku með félaga sínum, manni um tvítugt, til Reykjavíkur en sá sótti hana á bíl. Grunur leikur á að félaginn hafi brotið þar gegn henni kynferðislega en kynferðismök við börn yngri en 15 ára eru refsiverð sem og sú athöfn að koma barni, sem er ósjálfráða fyrir æsku sakir, undan valdi eða umsjá foreldra eða forráðamanna. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en nýtilkomnar eftirlitsmyndavélar sem skrá skráningarnúmer ökutækja sem framhjá þeim er ekið flýtti mjög fyrir því að unnt væri að staðsetja hvar stúlkuna væri að finna.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.