6.7 C
Selfoss
Home Fréttir Mikið um dýrðir á Sindratorfærunni á Hellu

Mikið um dýrðir á Sindratorfærunni á Hellu

0
Mikið um dýrðir á Sindratorfærunni á Hellu

Á laugardaginn fór fram fyrsta umferð íslandsmótsinns í Torfæru, Sindratorfæran á Hellu. Mikið var um dýrðir og ekki vantaði upp á sýninguna hjá ökumönnum. Brautirnar framan af voru eknar með mikklum tilþrifum, stökkum og veltum, við mikinn fögnuð þeirra 5000 áhorfenda sem lögðu leið sína á svæðið. Á eftir komu hraðari brautir sem reyndu gríðarlega á bíla og menn sem endaði með fleytingum og mýrarakstri með frábærri skemmtun.

Í fyrsta sæti í götubílum varð Eðvald Orri Guðmundsson á Pjakknum. Hlaut hann veglegan bikar auk 100.000 kr inneignar hjá Sindra. Í öðru sæti varð fyrrum Íslandsmeistarinn Ívar Guðmundsson á Kölska og í þriðja sæti Haukur Birgisson á Þeytingi. Tilþrifaverðlaunin hlaut Steingrímur Bjarnason á Strumpnum en hann sýndi glæsileg tilþrif í flestum brautum dagsinns. Í sérútbúna flokknum var það Þór Þormar Pálsson á Thor sem stóð uppi sem sigurvegari. Hann kom sá og sigrað því hann hlaut einnig Tilþrifaverðlaunin þegar hann sló heimsmetið í vatnafleytingum og ók á 102 km á ánni og sló þar með 4 ára gamalt met Guðbjörns Grímssonar á Kötlu Turbo. Þór var ekki hættur heldur uppskar flest stig eftir daginn og vann þar með Helluna sem er farandbikar af sverustu gerð og heldur honum til eignar í 1 ár. Þór hafði verið í harðri baráttu við Atla Jamil á Thunderbolt en Atli missteig sig örlítið í vatnaakstrinum sem kostaði hann dýrmæt stig. Í öðru sæti var það svo Ingólfur Guðvarðarson sem loksins tókst að klára allar brautir á Hellu og uppskar eftir því. Þriðja sætið kom í hlut Geir Everts Grímssonar sem sýndi flotta takta og kláraði ána í fyrsta skipti eftir fjölmörg döpur ár þar. Aukaverðlaun dagsinns voru svo veitt Gesti J. Ingólfssyni fyrir að tvíhjóla í ánni en fleyta samt alla leið.

Hreint út sagt frábær keppni hjá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og Akstursíþróttanefnd Umf. Heklu þar sem allt gekk upp.

Öll nánari úrslit má finna á www.foiceland.com ásamt samantekt á videoi

http://icelandicformulaoffroad.com/2018/05/12/video-hella-2018/