5 C
Selfoss

H-listinn í Hrunamannhreppi býður fram í fimmta sinn

Vinsælast

H-listinn í Hrunamannhreppi bíður fram lista í fimmta sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti, leiðir listann. Í öðru sæti er Sigurður Sigurjónsson pípulagningarmaður og sveitarstjórnarmaður og í þriðja sæti Kolbrún Haraldsdóttir sérkennari og sveitarstjórnarmaður.

Í tilkynningu segir að listann skipi öflugt fólk, sem býr að fjölbreyttri reynslu og menntun sem er tilbúið til að vinna af krafti fyrir sveitarfélagið með hagsmuni allra að leiðarljósi.

Eftirfarandi skipa H-listann:
1. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti
2. Sigurður Sigurjónsson, pípulagningamaður
3. Kolbrún Haraldsdóttir, sérkennari og þroskaþjálfi
4. Aðalsteinn Þorgeirsson, bóndi
5. Elsa Ingjaldsdóttir, stjórnsýslufræðingur
6. Björgvin Ólafsson, landbúnaðarverkamaður
7. Guðríður Eva Þórarinsdóttir, dýralæknir
8. Daði Geir Samúelsson, háskólanemi
9. Bogi Pétur Eiríksson, bóndi
10. Unnsteinn Eggertsson, framkvæmdastjóri

Nýjar fréttir