0.6 C
Selfoss

Valgerður Auðunsdóttir kjörin heiðursfélagi FRÍ

Vinsælast

61. þing Frjálsíþróttasambands Íslands var haldið í Kópavogi á dögunum. Af þingtillögum sem voru samþykktar má nefna nýja reglugerð um götuhlaup sem ramma mun betur inn framkvæmd götuhlaupa en verið hefur sem og lagabreytingu sem veitir stjórn FRÍ heimild til að gefa út nýjar reglugerðir sem til þessa hefur aðeins verið gert á Frjálsíþróttaþingum, á tveggja ára fresti.

Á þinginu veitti FRÍ heiðursviðurkenningar í samræmi við lög FRÍ. Nokkrir einstaklingar af sambandssvæði HSK voru heiðraðir og bar þar hæst að Valgerður Auðunsdóttir á Húsatóftum var gerð að heiðursfélaga FRÍ. Þá voru Guðbjörg Viðarsdótitr, Ingvar Garðarsson og Ólafur Elí Magnússon sæmd eirmerki FRÍ.

Á þinginu var kjörin ný stjórn og formenn nefnda sambandsins. Formaður sambandsins Freyr Ólafsson var endurkjörinn til næstu tveggja ára. Fjóla Signý Hannesdóttir úr Umf. Selfoss var kjörin ný inn í stjórn sambandsins og þá var Helgi S. Haraldsson endurkjörinn í varastjórn FRÍ.

Á þinginu var birt starfsskýrsla stjórnar FRÍ sem sjá má á www.fri.is.

Nýjar fréttir