-5 C
Selfoss

Helgi efstur hjá T-listanum í Bláskógabyggð

Vinsælast

Á fundi sem fram fór í Aratungu þriðjudagskvöldið 26. mars lagði uppstillingarnefnd T-lista í Bláskógabyggð fram tillögu að röðun á T-lista fyrir sveitarstjórnarkosningar vorið 2018. Tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt á fundinum, með öllum greiddum atkvæðum og er listinn þannig skipaður:

1. Helgi Kjartansson, íþróttakennari, Dalbraut 2, Reykholti
2. Valgerður Sævarsdóttir, upplýsingafræðingur, Garði, Laugarvatni
3. Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki, Heiðarási
4. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, bóndi, Bræðratungu
5. Róbert Aron Pálmason, húsasmíðameistari, Lindarbraut 3, Laugarvatni
6. Agnes Geirdal, skógarbóndi, Galtalæk
7. Trausti Hjálmarsson, bóndi, Austurhlíð 2
8. Gríma Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Grund, Laugarvatni
9. Kristinn Bjarnason, verslunarmaður, Brautarhóli
10. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, garðyrkjubóndi, Syðri-Reykjum 3
11. Gróa Grímsdóttir, bóndi, Ketilvöllum
12. Andrea Skúladóttir, viðskiptafræðingur, Heiðarbæ 2
13. Arite Fricke, listgreinakennari, Bæjarholti 14, Laugarási
14. Svava Theodórsdóttir, viðskiptafræðingur, Höfða

Í greinargerð uppstillingarnefndar kom fram að við röðun á listann hafi verið haft að leiðarljósi að listinn endurspeglaði eins og hægt væri samfélagsgerð Bláskógabyggðar, t.d. út frá búsetu, aldri og atvinnu, og að kynjahlutfalla væri gætt. Í tilkynningu segir að T-listinn muni áfram standa fyrir gegnsærri og opinni stjórnsýslu, lýðræði og þátttöku íbúa.

Nýjar fréttir