Gríðarlega góð stemning á Söngkeppni Árborgar

Aðalverðlaun kvöldsins féll í skaut Kaffi Selfoss en það voru Viðja og barstelpurnar sem fluttu lagið Love On The Brain. Guðbjörg Viðja Antonsdóttir söng en í bakröddum voru þær Þorgerður Sól, Katrín Ragna og Jónína Guðný.

Gríðarleg stemning var á Hótel Selfossi sl. föstudagskvöld þegar Söngkeppni Árborgar var haldin í annað sinn. Alls tóku átta fyrirtæki þátt. Atriðin voru glæsileg og var um mikinn metnað að ræða hjá keppendum og stuðningsmönnum.

Verðlaun fyrir bestu stuðningsmenn fengu aðstandendur Fjölheima.
Verðlaun fyrir bestu búningana fékk framlag Hótels Þóristúns.

 

 

DEILA