7.3 C
Selfoss

Sýningarlok og leiðsögn með sýningarstjóra

Vinsælast

Komið er að lokum sýningarinnar Verulegar – Brynhildur Þorgeirsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir í Listasafni Árnesinga og á síðasta sýningardegi, sunnudaginn 25. febrúar kl. 14:00, mun Inga Jónsdóttir sýningarstjóri ganga um sýninguna og ræða við gesti.

Á sýningunni má sjá verk tveggja sterkra myndlistarmanna og hefur Brynhildur fengist við skúlptúr allan sinn feril en Guðrún einkum málverk. Hvernig kallast verk þeirra beggja á og af hverju eru verk þeirra tekin saman til sýningar? Hvaða hugmyndir liggja verkunum til grundvallar? Hvernig geta þau örvað skilningarvitin? Kveikja þau hugmyndir hjá viðtakanda til túlkunar eða er sjónræn skoðun fullnægjandi? Þetta eru spurningar sem leggja grunn að leiðsögn og spjall um sýninguna með þátttöku gesta.

Flest verkanna á sýningunni eru unnin á síðustu þremur árum en einnig eru þar fáein verk frá upphafi ferils þeirra þar sem greina má tíðaranda níunda áratugarins þegar form og inntak verkanna birtu viðhorf í andstöðu við hefbundna myndlist þess tíma.

Aðgangur að safninu er ókeypis og allir velkomnir.

Nýjar fréttir