6.7 C
Selfoss

Hersir heldur upp á 70 ára afmæli

Vinsælast

Þann 2. nóvember 1947 stofnuðu ungir menn og konur í Árnessýslu Samband ungra Sjálfstæðismanna í Árnessýslu. Fyrsti formaður félagsins var Gunnar Sigurðsson frá Seljatungu. Aðrir í fyrstu stjórninni voru Helgi Jónsson og Guðmundur Geir Ólafsson Selfossi, Jón Ólafsson Geldingaholti, Gunnar Björnsson Hveragerði og Magnús Sigurðsson Stokkseyri.

Það var efalaust ekki þrautalaust að stofna slíkt félag og væntanlega ekki allir skilningsríkir á slíkan félagsskap sem síðar var breytt í nafnið Félag ungra Sjálfstæðismanna í Árnessýslu og upp úr 1990 í nafnið Hersir félag ungra Sjálfstæðismanna í Árnessýslu.

Félagið veitti á fyrstu árunum stjórnmálamönnum þess tíma gott aðhald og má sjá í fundargerðarbók frá upphafárunum þegar félagið á aðalfundi lýsir andstöðu sinni við hina málefnalausu stjórnarandstöðu sameiningarflokks Alþýðu og Sósíalistaflokks. „Heitir fundurinn því á allt æskufólk að snúast gegn þeirri skemmdarstefnu er sá flokkur nú rekur, augsýnilega af undirgefni við hina austrænu yfirgangsstefnu. Einnig fagnaði sami fundur framkominni þingsályktunartillögu um stórfelldan innflutning landbúnaðarvéla og jeppabifreiða“, [tilvitnun lokið].

Þorkell Ingi Sigurðsson núverandi formaður Hersis.

Félagið hefur á langri tíð verið mjög virkt og stundað ábyrga stjórnmálabaráttu í þágu ungra kjósenda í sýslunni, haldið m.a. með Hvergerðingum sem hafa sér félag ungra eitt stærsta þing Samband ungra Sjálfstæðismann á Selfossi og í Hveragerði í ágúst 1993.

Félagið ætlar að fagna tímamótunum fimmtudaginn 9. nóvember nk. í sal Karlakórs Selfoss frá klukkan 17 til 19 og eru allir fyrrverandi og núverandi félagsmenn velkomnir. Núverandi formaður félagsins er Þorkell Ingi Sigurðsson.

Kjartan Björnsson

Nýjar fréttir