3.4 C
Selfoss

Maður slasaðist þar sem verið var að valsa korn

Vinsælast

Karlmaður slasaðist í liðinni viku þegar jarðvegur gaf sig undan kornvalsi þar sem verið var að valsa korn á byggakri í Árnessýslu. Valsinn féll að dráttarvél sem ætlað var að knýja hann en maðurinn varð þar á milli og hlaut áveka á brjóstkassa við það. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.

Kona slasaðist þegar hún féll af hesti við Svínafell í Öræfum í liðinni viku. Hún var flutt með sjúkrabifreið til Hafnar í Hornafirði en er ekki talin alvarlega slösuð. Þá brotnaði kona á fæti þegar hún féll á göngustíg við Kerið í Grímsnesi. Önnur kona er talin brotin á hönd eftir að hafa dottið á bílastæði við Skógarfoss. Allir þessir aðilar eru erlendir ferðamenn á ferð sinni um landið.

Þá slasaðist maður þegar hann ók bifreið sinni á mikilli ferð á vegrið við Ölfusárbrú og á brúnni sjálfri. Hann kastaði sér síðan í ána en var bjargað á land af björgunarsveitarmönnum skömmu síðar. Hann er enn á gjörgæslu Landspítala Háskólasjúkrahúss.

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Nýjar fréttir