-0.5 C
Selfoss

Ragnarsmótið hefst í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld

Vinsælast

Handboltatímabilið á Suðurlandi hefst formlega í kvöld en þá fara fyrstu leikirnir fram í Ragnarsmótinu í íþróttahúsi Valla­skóla. Mótið, sem nú fer fram í 27. skipti, er hald­ið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson.

Stelpurnar hefja leik í Vallaskóla í kvöld kl. 18:00 en þær spila mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Þátttökulið hjá stelpunum eru auk Selfoss, ÍBV, Fram og Valur.

Fyrsta umferðin hjá strákun­um er á fimmtudag en þeir spila fimmtudag, föstudag og laugardag. Þátttökulið hjá strákunum eru auk Sel­foss, HK, ÍR og Fjölnir.

Ragnarsmótið – leikjadagskrá 21.–26. ágúst

Kvennaleikir:
Mánudagur 21. ágúst kl. 18:30 ÍBV – Fram
Mánudagur 21. ágúst kl. 20:15 Selfoss – Valur
Þriðjudagur 22. águst kl. 18:30 Valur – ÍBV
Þriðjudagur 22. ágúst kl. 20:15 Fram – Selfoss
Miðvikudagur 23. ágúst kl. 18:30 Selfoss – ÍBV
Miðvikudagur 23. ágúst kl. 20:15 Fram – Valur

Karlaleikir:
Fimmtudagur 24. ágúst kl. 18:30 ÍR – HK
Fimmtudagur 24. ágúst kl. 20:15 Selfoss – Fjölnir
Föstudagur 25. ágúst kl. 18:30 HK – Selfoss
Föstudagur 25. ágúst kl. 20:15 Fjölnir – ÍR
Laugardagur 26. ágúst kl. 14:00 HK – Fjölnir
Laugardagur 26. ágúst kl. 16:00 Selfoss – ÍR

Random Image

Nýjar fréttir