6.1 C
Selfoss

Jazz í Tryggvaskála í kvöld

Vinsælast

Jazzkvartett Viggu Ásgeirs, Smaáurarnir, heldur opna æfingu í Tryggvaskála í kvöld fimmtudagskvöldið 10. ágúst kl. 19:00. Æfingin er opin matargestum Tryggvaskála og líka gestum og gangandi sem langar að reka inn nefið og hlýða á lifandi tónlist. Enginn aðgangseyrir er að viðburðinum.

Smáaurarnir, kvartett Vigdísar Ásgeirsdóttur, mun flytja tónlist ættaða frá Brasilíu í eigin útsetningum. Má þar nefna bossanova- og sambaperlur frá höfuðtónskáldi Brasilíubúa Antonios Carlos Jobim, ásamt lögum eftir João Bosco og Eden Ahbez, svo fátt eitt sé nefnt.

Kvartettinn skipa: Vigdís Ásgeirsdóttir, söngur, Jakob Hagedorn-Olsen, gítar, Ingólfur Magnússon, bassa og Páll Sveinsson, trommur.

Nýjar fréttir