-1.6 C
Selfoss

Góður árangur liða Selfoss á Rey Cup

Vinsælast

Alþjóðlega Rey Cup mótið fór fram í Laugardalnum í Reykjavík um síðustu helgi. Fjögur lið frá Selfossi tóku þátt auk þess sem sameiginlegt lið Selfoss og Sindra tók þátt í 3. flokki kvenna. Árangurinn var með mikl­um ágætum og unnu til að mynda strákarnir í 4. flokki í keppni í sínum flokki.

Þátttakendur á Rey Cup eru 13–16 ára og er þetta langstærsta knattspyrnumót landsins fyrir þennan aldurshóp. Alls komu um 1.600 unglingar saman, spiluðu knattspyrnu og skemmtu sér kon­unglega frá miðvikudegi til sunnudags.

Random Image

Nýjar fréttir