1.7 C
Selfoss

Fjölþætt dagskrá á Skálholtshátíð

Vinsælast

Skálholtshátíð verður hald­in um helgina í sjötugasta skipti frá 1948. Dagskráin er fjölþætt og aðgengileg. Hún verður sett á laugardag kl. 12 með klukkna­hringingu og ávarpi á kirkju­tröppum Skál­holtsdóm­kirkju. Jón Bjarna­son organ­isti held­ur tónleika á sunnu­dag kl. 11 og hátíð­­ar­messa hefst kl. 13.30 með inn­göngu píla­gríma.

Dagskrá hátíðarinn er eftirfarandi:

Laugardagur 22. júlí
09.00 Morgunbænir í Skálholtsdómkirkju.
10.00 Seminar um stöðu, framtíð og áherslur hinnar evangelisk lutersku kirkju í heiminum. Dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrum biskup, sérlegur sendifulltrúi kirkjuráðs evangelisku kirknanna í Þýskalandi (EKD) vegna siðbótarafmælisins, flytur erindi og stýrir seminarinu, sem fer fram á ensku.
12.00 Klukknahringing. Hátíðin sett á kirkjutröppum Skálholtsdómkirkju.
12.15 Messa við Þorlákssæti. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur í Skálholti, sr. Þorvaldur Karl Helgason stjórnarmaður í stjórn Skálholts og sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup annast messuna. Forsöngvari og söngstjóri er Jón Bjarnason.
13.30 Kynning á uppgreftrinum sunnan Skálholtskirkju. Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur.
14.30 Klukkustundar grasaskoðunarganga undir leiðsögn Sigþrúðar Jónsdóttur náttúrufræðings, eða að vali söguganga um Skálholtsstað undir leiðsögn sr. Halldórs Reynissonar.
16.00 Hátíðartónleikar á Skálholtshátíð 2017
Efnisskrá:
1. Slá þú hjartans hörpustrengi. Lokakór kantötunar BWV 147 „Herz und Mund und Tat und Leben”, fyrir kór og hljómsveit, eftir J. S. Bach. Íslenskur sálmtexti: Valdimar Briem.
2. Guð helgur andi heyr oss nú. Lag frá 13.öld, (Wittenberg 1524 (Johann Walter)). Sálmur : Martin Luther/ Helgi Hálfdanarson. Útsetning dr. Róbert A. Ottósson 1967
3. J.S. Bach: Kantata BWV 126 Erhalt uns Herr bei deinem Wort Flytjendur: Hildigunnur Einarsdóttir, alt Benedikt Kristjánsson, tenór Oddur Arnþór Jónsson, bassi
Skálholtskórinn Jón Bjarnason, kórstjóri
Bachsveitin í Skálholti: Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla Rut Ingólfsdóttir, fiðla Lilja Hjaltadóttir, fiðla Martin Frewer, fiðla Sarah Buckley, víóla Sigurður Halldórsson, selló Richard Korn, kontrabassi Jóhann I. Stefánsson, trompet Peter Tompkins, óbó Gunnar Þorgeirsson, óbó Jón Bjarnason, orgel. Stjórnandi: Benedikt Kristjánsson Kantatan verður kynnt með tóndæmum og síðan flutt í heild. Bachsveitin í Skálholti leikur á upprunahljóðfæri.
18.00 Kvöldbænir í kirkjunni.
19.00 Hátíðarkvöldverður með boðsgestum.

Sunnudagur 23. júlí
09.00 Morgunbænir í Skálholtsdómkirkju.
11.00 Orgeltónleikar. Jón Bjarnason organisti Skálholtsdómkirkju leikur verk eftir Johann Sebastian Bach.
Prelúdía og fúga í a-moll BWV 543 Ich ruf zu dir Herr Jesu Christ BWV 639
Prelúdía og fúga í D-dúr BWV 532 Vater Unser im Himmelreich BWV 636
Tríósónata í Es-dúr BWV 525 Wenn wir in Höchsten Noten sien BWV 641
Tokkata og fúga í d-moll BWV 565
Kl. 13.30 Hátíðarmessa á Skálholtshátíð.
Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup predikar og þjónar fyrir altari og með honum séra Egill Hallgrímsson, séra Elinborg Sturludóttir, séra Halldór Reynisson, séra Axel Árnason Njarðvík, sr. Guðbjörg Arnardóttir, sr. Þorvaldur Karl Helgason, sr. Elinborg Sturludóttir, sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson fyrrum Hólabiskup, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir Hólabiskup, Dr. Margot Käßmann, prófessor, sr. Karl Sigurbjörnsson, fyrrum biskup Íslands og biskup Íslands frú Agnes M Sigurðardóttir.
Lestra og bænir annast Magnús E Kristjánsson, forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Skálholts, Jón Sigurðsson, formaður Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju, Kristófer Tómasson varaformaður stjórnar Skálholts, Svana Helen Björnsdóttir kirkjuráðsmaður, Ásborg Arnþórsdóttir skólaráðsmaður, og sr Karl Sigurbjörnsson biskup.
Í upphafi messu er innganga pílagríma sem markar lok pílagrímagöngunnar til Skálholts, frá Bæjarkirkju í Borgarfirði, Strandarkirkju í Selvogi og Þingvallakirkju.
Skálholtskórinn syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Einsöngvarar Margrét Bóasdóttir, sópran, Benedikt Kristjánsson, tenór. Trompetleikur Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðsson. Organisti Jón Bjarnason.
Meðhjálparar Elinborg Sigurðardóttir og María Sól Ingólfsdóttir .
Kl. 15.00 Kirkjukaffi
Kl. 16.15 Hátíðarsamkoma á Skálholtshátíð
Samkoman sett. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup.
Einsöngur. G.F. Haendel: Eternal source of light divine. HWV 74 fyrir tenór, trompet og orgel. Benedikt Kristjánsson tenór, Vilhjálmur I Sigurðsson, trompet og Jón Bjarnason, orgel.
Ávarp. Dómsmálaráðherra Sigríður Á Andersen. Kórsöngur: Heyr himnasmiður, eftir Kolbein Tumason , við lag Þorkels Sigurbjörnssonar. Skálholtskórinn, stjórnandi Jón Bjarnason
Ávarp. Sr. Karl Sigurbjörnsson biskup, formaður stjórnar Skálholtsfélags hin nýja.
Kórsöngur Guð helgur andi heyr oss nú. Lag frá 13.öld (Wittenberg 1524) Sálmur : Marteinn Lúter/ Helgi Hálfdanarson. Útsetning : dr. Róbert A. Ottósson fyrir kór án undirleiks. Skálholtskórinn, stjórnandi Jón Bjarnason
Hátíðarræða á Skálholtshátíð: Dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrum biskup, sérlegur sendifulltrúi kirkjuráðs evangelisku kirknanna í Þýskalandi (EKD) vegna siðbótarafmælisins.
Einsöngur. G.F Handel : Waft her, angels, through the skies –úr Óratoríunni Jeptha. Benedikt Kristjánsson tenór, Jón Bjarnason, orgel
Ritningarlestur. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur
Kórsöngur: J.S. Bach Verleih uns Frieden gnädiglich -Lokakór Kantötunnar BWV 126, Erhalt uns Herr bei deinem Wort.Skálholtskórinn, stjórnandi Jón Bjarnason
Lokaorð, bæn og blessun. Biskup Íslands, frú Agnes M Sigurðardóttir
Sálmur í almennum söng nr. 532 Gefðu að móðurmálið mitt. (Tvísöngur)
Orgelleikur. Jón Bjarnason Prelúdía í Es-dúr BWV 552
Kl. 18.00 Kvöldbænir og hátíðarslit. Sungið Te Deum.

Nýjar fréttir