-0.9 C
Selfoss

Myndlistarsýning Ogga í Bókasafninu í Hveragerði opnar í dag

Vinsælast

Óskar Arnar Hilmarsson opnar myndlistarsýningu á Bókasafninu í Hveragerði í dag laugardaginn 15. apríl kl. 13:00. Boðið verður upp á hressingu og spjall við listamanninn og eru allir velkomnir kl. 13:00–15:00.

Óskar er fæddur 1958 og hefur búið í Hveragerði frá árinu 2010. Hann hefur verið að mála síðastliðin 12 ár og er með vinnustofu heima hjá sér. Hann vinnur eingöngu með olíuliti.

Óskar er félagi í Myndlistarfélagi Árnessýslu og hefur sótt nokkur námskeið á þeirra vegum hjá myndlistarmenntuðum kennurum, en áður hafði hann m.a. sótt námskeið í olíumálun hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar. Óskar hefur haldið nokkrar einkasýningar og einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum, m.a. á vegum MFÁ.

Sýningin, sem er sölusýning, er opin um leið og safnið, mánudaga kl. 11:00–18:30, þriðjudaga – föstudaga kl. 13:00-18:30 og laugardaga kl. 11:00–14:00.

Random Image

Nýjar fréttir