3.4 C
Selfoss
Home Fréttir 37,5 milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands

37,5 milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands

0
37,5 milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands

Niðurstöður úr fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2017 voru kynntar og samþykktar á stjórnarfundi SASS þann 6. apríl sl. Sjóðnum bárust samtals 137 umsóknir. Af þeim voru 87 vegna menningarverkefna og 50 vegna nýsköpunarverkefna.

Samtals er að þessu sinni úthlutað 37,5 m.kr. til 72 verkefna. Af því eru 18,6 m.kr. til 27 nýsköpunarverkefna og um 19,9 m.kr. til 45 menningarverkefna.

Hér má sá yfirlit yfir þau verkefni sem hlutu styrki:

http://www.sass.is/wordpress/wp-content/uploads/2017/04/Fyrri-%C3%BAthlutun-2017-1.pdf

Stjórn SASS staðfesti jafnframt tillögu frá verkefnastjórn um eftirfarandi 11 áhersluverkefni Sóknaráætlunar:
– Brotthvarf úr framhaldsskólum á Suðurlandi – greining; 1,0 m.kr.
– Rekstraráætlun FabLab smiðju á Selfossi; 1,6 m.kr.
– Hönnun á fræðsluefni fyrir söfn og sýningar á Suðurlandi; 6,5 m.kr.
– Íbúakönnun á Suðurlandi; 1,8 m.kr.
– Innviðagreining Suðurlands 1. áfangi; 3,0 m.kr.
– Kortavefur Suðurlands 2. áfangi; 3,0 m.kr.
– Málþing um framtíð iðn-, tækni- og verknáms á Suðurlandi; 0,75 m.kr.
– Menningarkort Suðurlands – fýsileikakönnun; 1,75 m.kr.
– Ráðstefna um sjálfbært Suðurland; 1,0 m.kr.
– Sjúkraþyrlur á Suðurlandi – fýsileikakönnun; 0,5 m.kr.
– Stofnun ungmennaráðs Suðurlands; 1,2 m.kr.

Ákveðið var bíða að sinni með áhersluverkefnið Þróunarverkefni meðal fyrirtækja á Suðurlandi að fjárhæð 3 m.kr. og þess í stað að verja þeim fjármunum í ítarlegri innviðagreiningu á Suðurlandi. Alls verður því 6 m.kr varið í innviðagreiningu árið 2017. Samtals er varið 25,1 m.kr. í ofangreind verkefni.

Áður hafði stjórn staðfest eftirfarandi tvö áhersluverkefni, að fjárhæð 9,8 m.kr.:
– Félagsleg þolmörk íbúa á Suðurlandi gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu; 6,8 m.kr.
– Skaftárhreppur til framtíðar (Brothætt byggð í Skaftárhreppi); 3 m.kr.
Samtals var því unnið að 13 áhersluverkefnum á árinu 2017 að fjárhæð 34,9 m.kr.