9.5 C
Selfoss
Home Fréttir Banaslys í Hveragerði

Banaslys í Hveragerði

0
Banaslys í Hveragerði

Rúmlega klukkan hálf ellefu í gærkvöldi barst Neyðarlínu tilkynning um slys í Hveragerði þar sem drengur, fæddur 2006, sem virðist hafa verið einn að leik, hafði klemmst af vörulyftu á vöruflutningabíl við heimili sitt. Lögregla og sjúkralið fór þegar á staðinn en tilraunir til endurlífgunar drengsins báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi og tæknideild Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins.
Á heimasíðu lögreglunnar kemur fram að ekki sé unnt að veita nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu né heldur um nafn drengsins.

Uppfært 3. apríl kl. 14:30.:
Á heimasíðu lögreglunnar kemur fram að drengurinn sem lést af slysförum í Hveragerði að kvöldi laugardagsins 1. apríl sl. hét Mikael Rúnar Jónsson. Hann var fæddur 2. janúar 2006 og var til heimilis að Kambahrauni 58 í Hveragerði.