0.6 C
Selfoss
Home Fréttir Opið bréf til UMFS og Árborgar frá foreldrum barna í íþróttum í Árborg

Opið bréf til UMFS og Árborgar frá foreldrum barna í íþróttum í Árborg

0
Opið bréf til UMFS og Árborgar frá foreldrum barna í íþróttum í Árborg
Magnús Ninni Reykdalsson, foreldri barns í íþróttum í Árborg.
Magnús Ninni Reykdalsson, foreldri barns í íþróttum í Árborg.

Foreldrar barna í íþróttum í Árborg er Facebook síða sem sett var í loftið fyrir um einu ári síðan. Það sem gerðist á nokkrum dögum eftir að hún fór í loftið var að það komu strax um 500 foreldrar í Árborg sem lækuðu síðuna. Í kjölfarið var haft samband við Árborg og einhverjir þar fóru í það að kanna og skoða hvernig þetta hefur gengið í þeim sveitarfélögum þar sem þetta hefur verið gert, samanber Grindavík til dæmis. Mér skilst að þetta gangi vel þar. Nú spyr ég: Hvernig gengur að skoða málið hér í Árborg? Mér skilst að þessi hugmynd hafi komið áður, til dæmis fyrir nokkrum árum og það sofnaði bara. Við sem höfum kvittað undir þessa síðu krefjumst þess, að nú verði eitthvað gert í málinu og gerð tilraun í Árborg eigi síðar en í haust. Það væri sjálfsagt einfaldast að byrja á að gera þetta fyrir börn á aldrinum 5–12 ára. UMFS ætti að vera grunnstoðin í þessu og svo mættu öll önnur félög í Árborg vera með, kjósi þau það. Krafan er einföld – eitt kort í allar – og það selt á hóflegu árgjaldi þannig að allir geti verið með, um leið falla niður hvatagreiðslur til þessara barna. Við Árborgarar eigum margt afburðaíþróttafólk og teljum við að með þessu verði enn meiri hvatning fyrir börnin að vera í einhverri íþrótt og finna sér þá íþrótt sem því finnst skemmtilegast og gengur best í, auk þess sem þau geta farið á æfingar með vinum í öðrum greinum og þjálfað sig þar líka.

Ég hef rætt þetta við marga foreldra og forráðamenn í allskonar íþróttarfélögum hér í Árborg og það er skemmst frá því að segja að það líst öllum vel á þetta. Eigum við ekki bara að prufa þetta í tvö ár og sjá hvernig þetta reynist og ef þetta er ekki að ganga, þá breytum við eða förum aftur í það far sem þetta er í núna. Ef vel gengur, eins og ég tel að muni gerast, þá er það svo gefandi að gera eitthvað gott fyrir börnin okkar. Hvað er betra en að börnin okkar geti farið út í íþróttahús, íþróttavöll, golfvöll eða hvað sem er og leikið sér þar og æft sig. Þetta er besti grunnur og forvörn sem við getum gert fyrir börnin okkar.

Verum skynsöm og látum þetta ekki sofna í þetta skiptið, klárum fyrir haustið 2017.

Magnús Ninni Reykdalsson, foreldri barns í íþróttum í Árborg.