11.7 C
Selfoss

Skaftárhreppur ræðst í markvissa uppbyggingu mannauðs

Vinsælast

Sveitarfélagið Skaftárhreppur hefur samið við starfs­manna­sjóðinn Sveitamennt um að gerð verði þarfagreining á fræðslu­þörf­um meðal alls ófagmenntað starfsfólks hjá sveitarfélaginu. Mark­mið sveitarfélagsins með vinnunni er að koma símenntun og starfsþróun starfsmanna í ákveð­inn farveg, auka starfs­ánægju og bæta þjónustu.

Um er að ræða sérstakt verk­efni sem kallast „Fræðslu­stjóri að láni“ og hefur staðið stofnun­um og fyrirtækjum til boða af hálfu starfsmenntasjóða um nokk­urra ára skeið. Verkefnið felst í því að utanaðkomandi ráð­gjafi gerir þarfagreiningu á fræðsluþörfum meðal starfs­manna og skilar, að greiningu lokinni, til stjórnenda fræðslu­áætl­un til eins árs. Starfsmönnum býðst einnig viðtöl við náms- og starfsráðgjafa.

Starfsmenntasjóðurinn Sveita­mennt greiðir allan kostnað við verkefnið og hefur ráðið Fræðslu­netið símenntun á Suðurlandi til að sjá um þarfagreininguna og ráðgjöfina. Verkefnið hófst form­lega þann 15. mars síðastliðinn með undirritun samnings og áætlað er að því ljúki 1. júní næst­komandi.

Nýjar fréttir