7.8 C
Selfoss
Home Fréttir Sebastian þakkar fyrir sig og óskar félaginu alls hins besta

Sebastian þakkar fyrir sig og óskar félaginu alls hins besta

0
Sebastian þakkar fyrir sig og óskar félaginu alls hins besta
Sebastian Alexanderssons þjálfari Selfoss 2003–2017.

Sebastian Alexanderssyni var í vikunni sagt upp úr starfi sem handknattleiksþjálfari meistaraflokks kvenna á Selfossi. Í tengslum við uppsögninga hefur Sebastian sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

„Í maí 2003 hóf ég störf hjá handknattleiksdeild Selfoss og í dag 1. mars 2017 læt ég af störfum sem starfsmaður félagsins. Á þessum tíma hef ég kynnst frábæru fólki hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, stuðningsmenn, styrktaraðilar, aðstandendur eða samstarfsaðilar sem vert væri að þakka sérstaklega en listinn er of langur.

Ég vill þakka Selfossi sérstaklega fyrir tækifærið sem þeir hafa gefið mér á þessum tíma sem ég hef starfað hjá þeim. Þökk sé þeim þá er ég í dag jafnvígur á karlaþjálfun, kvennaþjálfun, yngriflokkaþjálfun og sérþjálfun. Það eru fáheyrð forréttindi að hafa fengið svo mörg tækifæri innan sama félagsins. Einnig vill ég þakka samstarfsmanni mínum Zoran Ivic sérstaklega fyrir samstarfið í vetur. Það hefur verið ákaflega lærdómsríkt að kynnast öðrum áherslum og sjónarmiðum sem hafa bæði víkkað sjóndeildarhring minn og aukið þekkingu mína sem þjálfara.

Ég er stoltur af framlagi mínu til uppbyggingar karlaboltans á árunum 2003–2011. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í að búa til akademíu sem virkar. Þá er ég sérstaklega stoltur af því að hafa lagt mitt að mörkunum við að búa til samkeppnishæft kvennalið á aðeins 5 árum eftir að félagið hafði ekki verið með kvennalið í tæp 20 ár. En það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á en þegar ég kom til þess.

Að lokum vill ég óska leikmönnum félagsins alls hins besta í komandi leikjum. Ég óska stjórn félagsins alls hins besta við áframhaldandi uppbyggingu þessa flotta félags og ég óska samstarfsfólki mínu alls hins besta í því sem þeir eru að gera eða taka sér næst fyrir hendur.“

Virðingafyllst
Sebastian