6.7 C
Selfoss

Hafa safnað peningum og boðist til að gera lagfæringar á Kumbaravogi

Vinsælast

Undanfarið hafa einstaklingar sett af stað peningasöfnun og unnið að því að taka saman upplýsingar og boðist til að gera úrbætur fyrir dvalar- og hjúkrunarheimilið á Kumbravogi til að lokun þess verði frestað þar til nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi verður opnað.

Það eru grundvallarmannréttindi fyrir gamla fólkið á Kumbravogi sem hefur verið þarna lengi, sum hver í áraraðir og myndað sín félagslegu tengsl, að fá að vera þarna áfram þangað til þau yrðu flutt í nýtt hús á Selfossi, en það er verið að flytja þau hingað og þangað, eins og um hreppaflutinga væri að ræða. Það er siðferðileg spurning hvort við viljum koma svona fram við þetta fólk sem hefur komið þessu landi á þennan stað sem það er nú í dag. Þetta fólk á sér engan málsvara og öll eigum við eftir að fara á þennan stað í lífinu.

Ég sem einn íbúi Sveitarfélagsins Árborgar vil koma því á framfæri varðandi dvalarheimilið á Kumbravogi að verktakinn Pétur Ragnar Sveinsson trésmiður er rekur verktakafyrirtækið Pétur efh. er búinn að kynna sér allar þær úrbætur sem þarf að gera á Kumbravogi hjá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins á Suðurlandi og slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu. Er verktakinn tilbúinn að framkvæma allar þessar úrbætur í sjálfboðavinnu. Til upplýsingar þá er Pétur fósturbróðir Guðna Kritjánssonar, rekstraraðila Kumbravogs. Jafnframt vil ég benda á búið er að safna einni milljón króna til stuðnings Kumbravogi.

Þrátt fyrir allt þetta loka heilbrigðisyfirvöld augunum og halda áfram að flytja gamla fólkið frá Kumbravogi og þá á hina ýmsu staði og jafnvel langar vegalendir.

Viljum við svona samfélag þar sem gamla fólkið býr við slíkt óöryggi? Auk þess er þetta enginn sparnaður fyrir ríkið. Af hverju er ekki hægt að gera svona lítilræði sem er frestun á lokuninni þegar þetta „kjöt” er komið á beinin og leyfa þessu gamla fólki að lifa áfram í sínu öryggi? Mynduð þið vilja að svona yrði komið fram við ykkar foreldra eða að þau yrðu flutt á hina ýmsu staði sem væru jafnvel langt frá ykkar búsetu?

Þá má benda á að nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi verður fyrir 50 manns og á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbravogi voru 29 manns og 11 manns voru á Blesastöðum á Skeiðum sem lokað var sl. haust. Þarna eru tvö heimili í Árnessýslu fyrir 40 manns sem er búið að loka og svo á að byggja elliheimili á Selfossi fyrir 50 manns. Hvers konar lausn er þetta fyrir langan biðlista af fólki í héraðinu sem getur ekki séð um sig sjálft og þarf að komast á slíka staði?

Aldís Sigfúsdóttir, íbúi í Sveitarfélaginu Árborg.

Fyrirspurn til heimbrigðisráðherra:
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, spurði Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, í fyrirspurnatíma á Alþingi fyrir skömmu hvort til greina kæmi að hafa Kumbaravog opinn lengur eða fram að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi að undangengnum lagfæringum á Kumbaravogi sem ákveðinn hópur hefur lagt til. Einnig hvort til stæði að hjúkrunarheimili á Selfossi yrðu fleiri en 50 vegna langra biðlista á Suðurlandi. Í svari heilbrigðisráðherra kom fram að Kumbaravogi yrði lokað eins og til hefði staðið og jafnframt að búið væri að finna pláss fyrir fólkið. Varðandi fleiri rými í nýju hjúkrunarheimili á Selfossi væri það til athugunar hjá ráðuneytinu.

Nýjar fréttir