6 C
Selfoss

Fjögur sæmd silfurmerki Umf. Selfoss

Vinsælast

Á aðalfundi frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss sem haldinn var í félagsheimilinu Tíbrá sl. mánudag voru Ágústa Tryggvadóttir, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Rúnar Hjálmarsson og Sólveig Guðjónsson sæmd silfurmerki félagsins fyrir fórnfúst starf fyrir deildina. Það var Guðmundur Kr. Jónsson formaður félagsins og heiðursfélagi frjálsíþróttadeildarinnar sem afhenti merkin.

Á fundinum var sitjandi stjórn öll endurkjörin en hana skipa Helgi Sigurður Haraldsson formaður, Svanhildur Bjarnadóttir gjaldkeri og Þuríður Ingvarsdóttir ritari ásamt meðstjórnendunum Dýrfinnu Sigurjónsdóttur, Helgu Sigurðardóttur, Höllu Baldursdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur sem jafnframt er fulltrúi iðkenda 16-25 ára.
Í skýrslu stjórnar kom fram að árið 2016 var glæsilegt starfsár hjá deildinni, bæði innan vallar sem utan. Iðkendum fjölgar enn á milli ára í öllum aldursflokkum. Meistaraflokkurinn stækkaði verulega og hefur hann ekki verið fjölmennari í mörg ár. Frjálsíþróttaakademían við FSu styrkir sig enn í sessi og styður við starf deildarinnar.

Nýjar fréttir