5.6 C
Selfoss

Söngsmiðja kvenradda í Selfosskirkju

Vinsælast

Helgina 18.–19. febrúar nk. verður söngsmiðja kvennaradda kirkjukórs Selfosskirkju, barna- og unglingakórs kirkjunnar, ásamt konum úr kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna, undir heitinu „Syngjandi konur“. Söngsmiðjan er unnin í samvinnu við Kristjönu Stefánsdóttur sem útsett hefur lög fyrir einsöngvara og kvennaraddir.

Efnisskráin er fjölbreytt blanda af gömlum og nýjum dægurperlum auk frumsamins efnis. Söngsmiðjunni lýkur klukkan 17.00 sunnudaginn 19. febrúar með tónleikum í Selfosskirkju.

Auk Kristjönu koma fram með kórunum Daði Birgisson píanóleikari og fálagrarnir Magnús Kjartan, Sigurgeir Skapti og Marinó Geir úr Stuðlabandinu. Tónleikarnir verða svo endurteknir mánudagskvöldið 20. febrúar klukkan 19:30 í Hveragerðiskirkju.
Stjórnandi sameinaðs kvennakórs er Edit Anna Molnár. Aðgangseyrir á tónleikana er 2000 kr.

Nýjar fréttir