0.5 C
Selfoss

Hanna Siv sýnir á útskriftarsýningu Ljósmyndaskólans

Vinsælast

Laugardaginn 28. janúar sl. var opnuð útskriftarsýning Ljósmyndaskólans. Að þessu sinni útskrifast sjö nemendur. Ein af þeim er Hanna Siv Bjarnadóttir frá Stokkseyri. Verk hennar nefnist Puperty. Á sýningunni má sjá verk þar sem nemendur takast á við ýmis aðkallandi málefni. Má þar nefna heimilisofbeldi, föðurmissi, fólksflótta úr sveitum landsins, kynþroska ungra stúlkna, aðskilnað og einmanaleika, svo nokkuð sé nefnt. Sýningin er í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi og stendur frá 28. janúar til 12. febrúar. Opið er frá fimmtudegi til sunnudags kl. 12–18.

Eitt af verkum Hönnu Sivjar í myndaþættinum Puperty.
Eitt af verkum Hönnu Sivjar í myndaþættinum Puperty.

Puperty
Verk Hönnu Sivjar nefnist Puperty. Þar er um að ræða myndaþátt um stúlkur á kynþroskaaldrinum en dóttir hennar er einmitt á þeim aldri. Um leið og hún fylgist með dóttur sinni, rifjast upp fyrir henni sjálfri hvernig þessi tími var. Sjálfsmyndin er að mótast, líkaminn að breytast og hormónasveiflur gera vart við sig. Það er mikill umbreytingartími hjá hverjum og einum; þegar einstaklingur er barn og fullorðinn á sama tíma. Hanna Siv skoðar líðan barnanna og myndgerir breytingar þeirra. Á kynþroskaaldrinum látum við okkur dreyma um hver við erum og hvar við verðum í framtíðinni.

Random Image

Nýjar fréttir