-3.5 C
Selfoss

Þakklát fyrir allan stuðninginn

Vinsælast

Nú líður að lokaþættinum í The Voice Ísland. Í kvöld stíga fjórir keppendur á svið. Kosning hefst um leið og þátturinn byrjar, hver og einn keppandi fær eitt lag til að byrja með og kosið verður um efstu tvo sem fá svo að syngja seinna lagið sitt þar sem kosið verður í lokin milli þeirra tveggja um sigurvegara.

„Draumurinn minn er að fá að syngja bæði lögin mín. Við erum búin að æfa langt og strangt alla vikuna, mikið lagt í atriðin og þau verða svo flott að það er algjör synd að fá síðan kannski ekki að syngja nema annað lagið,“ segir Karitas Harpa.

„Síðasta föstudag tók ég lagið Something’s got a hold on me, upprunalega sungið af Etta James og mun þetta hafa verið eitt skemmtilegasta atriði sem ég hef fengið að flytja fyrir fólk. Á föstudaginn förum við svo í svolítið öðruvísi gír, fyrra lagið er gamalt og gott Bítlalag í nýjum búning. Seinna lagið er allt öðruvísi en allt sem ég hef tekið hingað til, rólegt og berskjaldað, markmiðið er að fá að sýna þá hlið á mér líka. Ég vona innilega að fólki líki það sem það heyrir og sér og hjálpi mér að komast áfram í seinni umferðina.

Annars er ég gífurlega þakklát fyrir allan þann stuðning sem mér hefur verið veittur hingað til, hvort sem það hefur verið í formi atkvæða, hvatningu eða hlýhugs.“

Random Image

Nýjar fréttir