-3.5 C
Selfoss

Sextánda Selfossþorrablótið verður 21. janúar nk.

Vinsælast

Sextánda Selfossþorrablótið verður haldið í Íþróttahúsinu Vallaskóla laugardagskvöldið 21. janúar nk. Er þetta í 16. skiptið sem blótið er haldið. Fjölbreytt dagskrá verður í boði að venju, m.a. Páll Óskar, Labbi í Glóru, Léttsveitin Rófustappa, uppistand með Sigurjóni frá Skollagröf o.fl. Kvöldið endar svo með einstökum dansleik með Páli Óskari sem mun leika öll bestu lögin frá 1960 til dagssins í dag. Veislustjórn verður í höndum Selfyssingsins Einars Bárðarsonar.

Miðasala á blótið og ballið fer fram dagana 9. til 14. janúar í Galleri Ozone Selfossi og á midi.is. Miðaverð á blótið og ballið er 6.400 kr. en sérstakt forsölutilboð verður 9. til 12. janúar á aðeins 5.900 kr. Allar nánari upplýsingar um blótið má finna á fésbókarsíðu blótssins undir „Selfossþorrablót“.

Allir eru velkomnir á 16. Selfossþorrablótið og hvattir til að hressa upp á bæjarbraginn.

Random Image

Nýjar fréttir