7.8 C
Selfoss

100 lauf, framhald

Vinsælast

Berustykki: Ermarnar eru nú sameinaðar á prjón með bolnum þannig: Prj 87 l á bol. Setjið næstu 10 l á hjálparprjón og prjónið fyrri ermina (68 l) upp á bolprj. Prj 82 l og setjið næstu 10 l á hjálparprjón. Prjónið seinni ermina upp á bolprjóninn en þó aðeins að munstri 2.

* Prjónið munstur 2 og svo munstur 3 þannig: Prj A hluta x 1, þá B hluta x 6 *. Endurtakið *-*. Þá er komin ein umferð. Umferðir með sléttri tölu eru prjónaðar án munsturprjóns eins og áður. Þegar komið er að umf 23 er haldið áfram á sama hátt nema A hluti prjónaður x 1, B hluti x 5 og C hluti x 1.

Þegar búið er að prjóna 55 umf er verkið staðsett á vinstri ermi. Nú eru prjónaðar nokkrar umferðir fram og til baka til að hækka bakhlutann. Áfram er prjónað eftir munsturprjóninu eins og við á. Setjið merki í miðjuna á hálsmálinu að framan. Prjónið þar til 8 lykkjur eru að miðjumerkinu að framan, snúið við og prjónið til baka þangað til 8 l eru að miðjumerkinu hinumegin. Prjónið til baka og endið nú 5 l fyrr en áður og eins í næstu umferð. Prjónið til baka og endið 3 l fyrr en síðast og eins í næstu umferð.

Að lokum eru heklaðar þrjár umferðir í hálsmálið. Gætið þess að hekla ekki of fast svo gatið verði passlegt fyrir höfuðið.
Heklið fyrst eina umf fl í hverja prjónaða l framaf prjóninum og lagfærið í leiðinni göt sem gætu hafa myndast við það að snúa við í síðustu prjónuðu umferðunum. Heklið eina umferð 1 ll, 1 fl í þarnæstu fl í umf á undan. Að lokum er hekluð ein umf þannig: fl, ll, fl í eitt ll gat, fl í næsta ll gat og þannig til skiptis alla umferðina. Endið á kl í fyrstu l umferðarinnar. Dragið endann í gegnum lykkjuna og slítið frá.
Notið endana úr uppfitinu á bolnum og ermunum til að loka hliðunum og gangið frá endunum. Lykkið saman undir handvegum. Gangið frá öllum endum. Þvoið peysuna í volgu sápuvatni og leggið til þerris.

Á facebook síðu Hannyrðabúðarinnar eru myndir af öllum 100 uppskriftunum okkar í sér albúmi. Hægt er að fá ljósrit af þeim öllum og þá með þeim leiðréttingum sem stöku sinnum hefur þurft að gera.

Hönnun: Alda Sigurðardóttir

Fyrri grein
Næsta grein

Nýjar fréttir